09.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í B-deild Alþingistíðinda. (304)

23. mál, sóttgæsluskírteini skipa

Framsögum. (Aug. Flygenring):

Það er búið að taka það fram, og er kunnugt hinni hv. deild, að neðri deild hefir breytt frumvarpinu þannig, að burt er feld skyldan skipa um sóttgæzluskírteini, sem gert er ráð fyrir í lögum um sigling og verzlun á Íslandi frá 1854, að öll skip hafi, er til Íslands ganga og einnig í lögunum 6. nóv. 1902. Nefndin hefir komist að raun um, að flest fiskiskip, sem til landsins ganga, hafa ekki sóttgæzluskírteini og henni finst engin ástæða til að halda þeirri skyldu um

kaupskip, enda gerist þess nú ekki þörf, þar sem síminn er kominn og sambandið við umheiminn gott, svo maður veit undir eins um næma sjúkdóma, er þeir koma upp.

Nefndin leggur því til eins og segir í nefndarálitinu á þgsk. 138, að feld séu úr frumvarpinu í núverandi mynd þess, orð þau sem vísa til áritunar konsúlanna, þar sem sú tilvitnun er algerlega óþörf, þegar ekkert sóttgæzluskírteini á að þurfa.

Um brt. á þgsk. 141 frá hæstv. ráðherra er það að segja, að hún er sjálffallin. Því þegar fyrst er búið að fella niður þá skyldu á skipunum að hafa sóttgæzluskírteini, þá þarf ekki að bæta því við að það skuli gilt o. s. frv. ef viðkomandi yfirvald staðfesti. Tillagan er bygð á misskilningi, eins og hver getur séð, og er ómögulegt að koma henni að.