17.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í B-deild Alþingistíðinda. (314)

171. mál, lögaldursleyfi

Sigurður Hjörleifsson:

Mér þykir nefndin æði stórtæk, þar sem hún ræður til að fella þetta frumv. Annars skal eg ekki deila um það. Það skiftir í sjálfu sér ekki miklu hvað verður úr frv., en hins vegar fæ eg ekki betur séð, en að þessar litlu breytingar séu til bóta, og því sé meinlaust að samþykkja frv. Annars eru í athugasemdum stjórnarinnar færðar ástæður fyrir því, að málið var ekki tekið til ítarlegri meðferðar, og finst mér ástæða til að taka þær til greina. Eg legg til að frumv. sé lofað fram að ganga, því það er til bóta, það sem það er.