18.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

107. mál, úrskurðarvald sáttanefnda

Ari Jónsson:

Eg vil aðeins segja nokkur orð útaf ummælum háttvirts þingmanns Vestur-Ísfirðinga um gagnkröfur.

Það getur vel verið, er um gagnkröfu kærða er að ræða, sem kærandi viðurkennir að öllu, að það væri rétt að taka hana til greina. En með því að taka gagnkröfur með undir úrskurðarvald sáttanefnda getur ýmislegt komið fram, sem varhugavert er að leggja undir úrskurð ólögfróðra manna.

En afleiðingin verður heldur ekki neitt hættuleg þó c-liður annarar greinar og 12. grein verði feld burtu. Það kostar auðvitað nýja sáttakæru í hvert sinn.