27.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

20. mál, skoðun á síld

Sigurður Hjörleifsson:

Eg skal leyfa mér að svara örfáum orðum háttvirtum 3. konungkjörnum. Það er rétt, að kjörmatið hefir lítið verið notað og það af ýmsum ástæðum, en það er langt frá, að eg sé að lofa það, hve lítið það hefir verið notað.

Aðalástæðan mun vera sú, að síldartökumennirnir vilja ekki láta tefja sig meðan stendur á sjálfri aflahviðunni.

En hér er ekki farið fram á skoðun á saltaðri síld. Það er um að gera að fá tryggingu fyrir því eins góða og hægt er að ekki sé tekin til söltunar skemd síld. Því þótt útlendingar vilji kaupa hana, þá fellir hún mjög verð allrar síldar.

Hér liggur eigi annað til grundvallar en það, sem reynst hefir til svo mikillar blessunar á Suðurlandi í fiskiskoðuninni.

Hér er að ræða um aðalatvinnuveg nyrðra, sem þarf að komast í gott skipulag.