21.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (352)

20. mál, skoðun á síld

Framsögumaður (Sigurður Hjörleifsson):

Eg skal benda hæstv. ráðherra á, að nú eru til tveir síldarmatsmenn nyrðra og að þeim hafa verið gefin erindisbréf. Mér þykir líklegt, að þeir yrðu látnir halda því starfi sínu, svo að hér getur ekki verið um mikið starf að ræða fyrir stjórnarráðið, og það þótt svo væri, að gefa yrði út ný erindisbréf. Eg skal geta þess, að útvegsmönnum nyrðra er kappsmál, að lög þessi gangi í gildi þegar í stað. Nefndin er auðvitað fús á að taka þetta til athugunar, en eg vona, að það reynist ekki erfitt að koma þessu öllu í kring, áður en síldarveiðin byrjar kring um 20. júlí.