21.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (353)

20. mál, skoðun á síld

Ráðherra (Kristján Jónsson):

Framkvæmdarvaldið getur auðvitað engar ráðstafanir gert, er hér að lúta, fyrr en lögin eru staðfest. Þau verða staðfest erlendis og það tekur tíma fyrir stjórnarráðinu, að koma öllum ákvæðum laganna í kring, svo að þau geti komið til framkvæmdar. Það er þetta, sem mér þætti æskilegt, að nefndin tæki til íhugunar.