21.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (355)

20. mál, skoðun á síld

Sigurður Hjörleifsson:

Eg skal leyfa mér að benda á, að þessi síldarveiði, sem er að eins herpinótaveiði og reknetaveiði er öll bundin við Eyjafjörð, Siglufjörð og örfáa staði aðra.

(St. J.: Þistilfjörð).

Þetta er svo lítið svæði, að eg get ekki skilið, að nokkrir örðugleikar verði á að fá starfandi undirmatsmenn. Slíkt mundi að líkindum ganga gegnum yfirmatsmennina. Þeir mundu hafa vakandi auga á þessu og gætu sjálfsagt fengið skipaða matsmenn í tæka tíð á hverjum stað.