15.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (394)

92. mál, brúargerð á Jökulsá

Lárus H. Bjarnason :

Fyrverandi stjórnarandstæðingum er ánægja að sjá manna skiftin, sem orðin eru í ráðherrasætinu,

(Forseti hringir: Þetta mál er ekki til umræðu).

jafnvel þó, að þar muni því miður, ekki vera orðin skoðanaskifti um það málið, sem skilið hefir flokkana hingað til, enda er afstaða vor gagnvart háttv. ráðherra frjáls og óbundin að öðru leyti en því, að vér munum ekki bregða fæti fyrir hann að ástæðulausu á þessu þingi.

(Forseti: Eg tek orðið af hv. þm. og fresta fundi um fjórðung stundar!).