27.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

14. mál, heyforðabúr

Eiríkur Briem:

Það er að eins lítil fyrirspurn. sem eg vildi gera til nefndarinnar. Það er viðvíkjandi ákvæðinu í 3. gr. „fallist fundurinn“ o. s. frv. Mér sýnist liggja næst að skilja þetta þannig, að hér sé átt við alla hreppsmenn, er kosningarrétt hafa, en eigi að eins þá, er mæta á fundinum, og væri gott að fá það skýrt tekið fram í þingtíðindunum, hvað ætlast væri til í þessu efni.