10.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (45)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Ráðherra:

Eg vildi fara nokkrum orðum um breytingartillögu mína á þingskj. 602, þar sem farið er fram á að hækka tillag til húsbyggingar handa vitaverði á Siglunesi um 500 kr. Hér um er það að segja, að fjárveitingin var frá neðri deild 3000 krónur, en var lækkuð hér í þessari hv. deild niður í 2000 kr. Vitaumsjónarmaðurinn kom til mín, er hann sá þetta og sagði, að ekki yrði hægt að byggja húsið, nema þessu yrði kipt í lag, og upphæðin verulega hækkuð. Nú hefi eg í samráði við hann komið með þessa breytingar þar sem nauðsynlegt er að byggja húsið. — Eg hefi eigi talið það tiltækilegt að fara fram á hærri upphæð en 2500 kr., með tilliti til þess, hvernig hv. deild fór með þetta mál við síðustu umræðu, en eg er alls eigi viss um að þessi upphæð verði nóg, en reynt verður að láta það nægja, ef unt er. Eg gat þess við vitaumsjónarmanninn, að eg myndi koma með breytingartillögu, sem væri miðja vegu milli tillögu hans, og þeirrar, er deildin hefur samþykt.