04.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (458)

22. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Júlíus Havsteen. Háttv. 4. kgkj. virðist vera kominn á annan skilning um frumvarpið. Hann áleit réttan þann skilning, að ef embættismaður yrði ráðherra þá væru eftirlaun hans reiknuð eftir eftirlaunalögunum eftir atvikum annaðhvort frá 1858 eða frá 1904, ef þau væru hærri en 1000 kr.

En ef embættismaðurinn tekur aftur embætti og fær eftirlaun, þá er ekkert tillit tekið til þess, að hann hefir orðið ráðherra. Öðruvísi get eg ekki skilið þetta, annað finst mér ekki liggja í þessu frumvarpi.

Að því leyti, er snertir tillögurnar á þingskj. 478, þá get eg ekki álitið það rétt, að nokkur geti haft tvenn eftirlaun úr landssjóði.