08.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

81. mál, erfðafjárskattur

Júlíus Havsteen:

Eg stend upp til þess að lýsa því yfir, að eg álít, að þessi lög séu ekki fallin til að verða samþykt, heldur feld. Mér þykir engin nauðsyn á að breyta þeim erfðaskattslögum, sem vér höfum, það eru góð lög. Afleiðingin af að samþykkja þetta frumvarp mundi verða sú, eins og háttv. 2 kgkj. tók fram, að menn mundu draga sig til baka með að flytja til landsins og forðast búsetu hér. Eg mun greiða atkvæði á móti þessu frumvarpi, og eg vona að meirihluti háttv. deildarmanna geri hið sama.