01.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (511)

2. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Steingrímur Jónsson:

Menn hafa fundið ástæðu til að láta í ljósi, nú við 1. umræðu, skoðun sína á þessu máli og vil eg þá gera slíkt hið sama, þar sem um svo stórvaxið mál er að ræða.

Eg get verið háttvirtum 5. konungkjörna þingmanni sammála um, að hér sé um mikið nauðsynja mál að ræða ekki einungis fyrir þennan bæ, heldur og fyrir Suðurland alt og jafn vel einnig fyrir Vesturland. En eg er hræddur um, að þeir háttvirtu herrar geri sér of háar hugmyndir um, hvaða þýðingu það hefir fyrir landið í heild sinni.

Hingað til hefir sambandið fyrir Norður- og Austurland verið léttara við Kaupmannahöfn en Reykjavík og mundi það ekki breytast verulega.

Eg vil þó taka máli þessu vel, þar sem það hefir mikla þýðingu fyrst og fremst fyrir þennan bæ og eg efast ekki um, að stjórnin finni ráð til að útvega það fé, sem með þarf.