30.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

93. mál, vélgæsla á íslenskum gufuskipum

Augúst Flygenring:

Þessi reglugerð um prófskilyrði er ekki annað en hin helztu atriði aflfræðinnar og að eins lausleg yfirborðsþekking, en ekki að neinu vísindaleg, enda ætlað fyrir stýrimenn og skipstjóra, en ekki þá sem heimta má af sérþekking í þessum efnum. Vélastjórar þurfa að halda á vísindalegri þekkingu og býst eg við, að hún geti orðið ekki neitt hér á líkan hátt og annarstaðar á Norðurlöndum.

Þessi kensla hefir til skamms tíma farið fram við Stýrimannaskólann í Höfn, en fer nú fram í sérstökum skóla. Hið eina rétta er að hafa hann við Stýrimannaskólann, með því sparast, eins og hefi bent á áður, mjög mikill árlega kostnaður — móts við að stofna sérskóla í þessu skyni — og auk þess á stýrimannaskólinn eitthvað talsvert af verkfærum, sem notuð eru við þessa kenslu. Hvað reglugerðina snertir, þá þarf varla að efast um, að hún verði vel úr garði gerð. Landstjórnin mun þar fara eftir svipuðum reglugerðum í Danmörku og taka hliðsjón af kringumstæðum og kröfum hér í landi um þetta efni.