03.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (557)

70. mál, forgangsréttur kandídata

Framsögum. (Ari Jónsson):

Eg ætla aðeins að geta þess, að við nefndarmennirnir í þessu máli erum í rauninni ósamdóma hv. neðri deild um þá breytingu, sem hún hefir gert á frumvarpinu, teljum hana spilla því. Við metum hana samt ekki svo mikils, að við viljum hamla því, að frumv. verði að lögum fyrir hennar skuld og mælum því með, að það verði samþ. óbreytt.

(Ráðherra: Hver er breytingin ?)

Hún er sú, að í staðinn fyrir 5 ár komi 6 ár, í síðustu grein frumvarpsins.