29.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

29. mál, víxilmál

Framsögum. (Lárus H. Bjarnason):

Eins og segir í þessu stuttorða nefndaráliti, þykir nefndinni frumv. ekki óaðgengilegt. Að vísu er það varhugavert að draga menn burtu frá varnarþingi sínu. En bæði er nú löggjöfin farin að gera undantekningar frá aðalreglunni, t. d. með l. 59 10. nóv. 1905, um varnarþing í skuldamálum og svo verður nefndin að skilja frumv. þetta svo, að það eigi aðeins við þá víxla, sem eiga að greiðast annarsstaðar en að heimili samþykkjanda, eða svokallaða „domicileraða“ víxla og með þeim skilningi vill nefndin mæla með því, að hv. deild samþykki það.