24.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (582)

89. mál, bygging jarða og ábúð

Gunnar Ólafsson:

Eg held, að hv. þm. Skagf. hafi misskilið nokkuð orð mín áðan.

Það, sem eg þá hélt fram og held fram enn, var það, að með þessu frumv. væri traðkað sjálfsögðum rétti leiguliða til þess að ráða sjálfir húsabyggingum sínum, og það tel eg mjög skaðlegt. En ef hv. nefnd vildi styðja að því, að góðum steinbyggingum yrði sem allra víðast komið upp, væri alt öðru máli að gegna. En, sem sagt, aðalástæðan til þess að eg er á móti þessu frumv. er sú, að mér finst eins og með því sé verið að skerða athafnafrelsi einstaklinganna. Og mér finst að löggjafarvaldið ætti sízt af öllu að stuðla til þess.

Skal eg svo ekki tala meira um þetta atriði.