28.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (587)

89. mál, bygging jarða og ábúð

Kristinn Daníelsson:

Mér finst óviðkunnanlegt að fella málið, þegar framsögum. er ekki við.

Eg get gefið þær upplýsingar, að eg hefi átt tal við formann nefndarinnar í þessu máli í neðri deild og tjáði hann mér, að hennar vilji væri hinn sami og hér, að málið yrði ekki afgreitt frá þessu þingi. Ennfremur þóttu breytingar þær, sem hér höfðu verið gerðar, alls óaðgengilegar. Það er því engin hætta á því að senda málið til þeirrar deildar. Annars væri rétt að málið væri tekið út af dagskrá.