16.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 834 í B-deild Alþingistíðinda. (599)

61. mál, verslunarlóðin í Vestmannaeyjum

Gunnar Ólafsson:

Eg stend aðeins upp til þess að mæla með því, að háttv. deild leyfi þessu frumv. að ganga fram. Það má leiða mörg rök að því að þetta er nauðsynjamál fyrir viðgang bygðarlagsins, enda er það borið fram samkv. ósk almenns fundar og áskorun sýslunefndar. Það er einróma vilji þeirra manna, sem hlut eiga að máli, að frumvarpið nái fram að ganga, og það eitt álít eg næga ástæðu til að samþykkja það.