25.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 839 í B-deild Alþingistíðinda. (617)

60. mál, fiskveiðar á opnum skipum

Sigurður Stefánsson:

Eg hefi leyft mér að koma fram með br.till. við frumv. Það er engin efnisbreyting, heldur er að eins farið fram á að fella aftan af 2. gr. það, sem stendur þar milli hornklofa; hér eru engin lög numin úr gildi, nema lögin frá 9. júlí, 1909. Í þeim var gerð undantekning frá lögum 14. des. 1877, og lögum 10. nóv. 1905 um, að þiljaðir motorbátar í Vestmannaeyjum skulu gjaldskyldir til lendingarsjóðs. Nú er farið fram á að gera þá gjaldskylda um alt land, og falla því að eins þessi lög frá 9. júlí, 1909 úr gildi. Breytingartillaga mín fer því að eins fram á að gera frumv. lögulegra og ekki eins flókið.

Br.till. á þgsk. 272 sþ. í e. hl.