30.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 844 í B-deild Alþingistíðinda. (623)

117. mál, fiskveiðar útlendra við Ísland

Lárus H. Bjarnason:

Eg orðaði það við hv. þm. Ísafj.kaupst. fyrir fund, hvort ekki mætti vísa þessu máli til einhverrar nefndar hér í deildinni, t. d. vitagjaldsnefndarinnar, en hann tók því heldur fálega Hann er sjálfur í þeirri nefnd, eins og fleirum nefndum, og mun þykjast hafa nóg að gera. Eg vil því leyfa mér að stinga upp á því, að skipuð sé sérstök 3 manna nefnd í þetta mál að umr. lokinni. Frumv. er örstutt, svo það þarf ekki að verða nein svæfingarnefnd.