07.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (640)

28. mál, sala kirkjujarða

Kristinn Daníelsson:

Mér er sama þótt eg standi einn uppi með skoðun mína, ef eg er sannfærður um að hún sé rétt.

Eg tel langt of langt gengið í sölu opinberra þjóðeigna nú um þessar mundir. Mér ofbýður að sjá þá lista, sem frammi liggja, og sýna hve mjög slíkar sölur fara í vöxt.

Eg vil taka það fram, að eg get ómögulega verið samdóma hv 5. kgk. þm. um það, að þetta frv. sé að eins til skýringar á eldri lögum, til þess að taka af allan efa.

Eg vil leyfa mér að benda á, að það getur undir mörgum kringumstæðum verið mjög varhugavert að selja hjábýli prestseignanna.

Eg get fallist á þá uppástungu, að málið sé afhent nefnd til umhugsunar, jafnvel þótt eg sé fús á að fella það undir eins.