21.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 854 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

28. mál, sala kirkjujarða

Ráðherra (Kr. Jónsson):

Það er ekkert ósamræmi í því að vera á móti sölu opinberra eigna yfirleitt, en þó samþykkur þessu frv. Úr því að á annað borð er búið að heimila sölu kirkjujarða yfirhöfuð, þá er það misrétti, að neita ábúendum um kaup á hjáleigum, sem eru sama sem sérstakar jarðir. Í frv. stendur, „ef þær eru sérstök býli“, og til þess þurfa þær að hafa sérstakt tún, engjar og haga. Það er mikið rétt, að ummerkin þarf ekki að setja fyr en um leið og selt er; býlin geta hafa haft tún etc. í félagi við heimajörðina alt til þess, er salan fer fram. En söluheimildin nær þó ekki til t. d. hjáleignanna hjá Odda, sem eru þar í túninu, undir húsveggnum. Enda mundu umráðamaður og hreppstjóri leggja móti sölunni í slíkum tilfellum, eins og þar stendur á. — En í frv. stendur að þeirra álits skuli jafnan leitað um söluna. — Eg get með engu móti annað séð, en að ákvæði frumvarpsins séu réttmæt, eins og nú er komið með sölu kirkjujarða vfirleitt. —