01.05.1911
Sameinað þing: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (65)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Forseti (Sk. Th.):

Út af orðum hv. 4. kgkj verð eg að geta þess, að tillagan er löglega fram komin.

Till. um Guðm. magister Finnbogason hefir ekki verið rædd í hv. Neðri deild, og það er auðsætt, að ekki getur gengið að sú deildin, sem síðast hefir málið, geti smeygt inn á laun hverju sem henni þóknast.

En samkv. 28. gr. stjórnarskrárinnar er þetta sem nýtt atriði sett inn.

Og með skírskotun til 30. gr. þingskapanna úrskurða eg þessa br.till. löglega fram komna.