02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 863 í B-deild Alþingistíðinda. (677)

114. mál, bankavaxtabréf

Eiríkur Briem:

Viðvíkjandi því, sem hæstv. ráðherra tók fram, að þetta gæti borið svo brátt að, að bankinn þyrfti á þesu tryggingarfé að halda, vildi eg benda á það, að eigi þarf á tryggingarfénu að halda nema smám saman, jafnóðum og bankavaxtabréfin eru gefin út, og að þetta er að eins helmingur af því tryggingarfé, sem leggja þarf fram fyrir bankavaxtabréfum 3. flokks veðdeildar, og það þarf ekki nema helming í konungl. ríkisskuldabréfum.