02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (680)

114. mál, bankavaxtabréf

Eiríkur Briem:

Nefndin hefir skilið frumv. þannig, að landssjóður leggi fram helming. Nú er svo ástatt, að öll upphæðin er 3 miljónir; sjötti partur þar af 500,000. Hér segir nú að landssjóður eigi að leggja fram helming af þessari hálfu miljón, sem sé 250 þúsundir, að helmingi í bankavaxtabréfum, en hinn helminginn, 125,000, í konungl. ríkisskuldabréfum. Nú er Landsbankinn búinn að leggja fram nálægt helmingi tryggingarfjárins, og það er þá sá helmingurinn, sem eftir er, sem landsjóður þyrfti að annast um.