07.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

27. mál, Maríu- og Péturslömb

Kristinn Daníelsson:

Háttv. þm. Ísfirðinga undraðist yfir því, að þeir sömu menn, sem nú á þinginu vildu votera um hundruð þúsunda, sæju eftir að fleygja út þessum fáu krónum. — En það er ekki undrunarvert. Þetta mál er sem menn kalla principmál — og hér er verið að fleygja út þessu fé til einkis. Þá sagði sami hv. þm. að þetta sæti sízt á þeim sem þætti fjárhagurinn í bezta lagi, — en eg held nú að það væri sanni nær að beina þessu til þeirra, sem þykir alt vera á hausnum.