04.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 887 í B-deild Alþingistíðinda. (740)

31. mál, rottueitrun

Lárus H. Bjarnason:

Eg vil leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hinnar hv. nefndar, hvort hún álíti þörf á að veifa þingsályktunartillöguvopninu í þessu máli. Mætti ekki eins hafa hina aðferðina, sem notuð var við annað, ekki ómerkilegra mál á undan, eg á við að afgreiða málið með rökstuddri dagskrá. Í rauninni er sama hver aðferð er höfð, en sú síðari sparar tíma, og er betur við hæfi málsins. Dagskráin getur verið lík þingsál.till.; það þarf að eins að víkja orðunum við.