04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 892 í B-deild Alþingistíðinda. (756)

127. mál, sala á Sigurðarstöðum

Steingrímur Jónsson:

Eg ætla að eins að leyfa mér að stinga upp á því, að nefnd sé skipuð til að íhuga þetta mál. Mönnum kemur það kannske nokkuð undarlega fyrir, þar sem þessi jörð er í minni sýslu, en það er einmitt ástæðan til, að eg vil setja málið í nefnd. Í frv. stendur, að ekki megi selja jörðina minna en 7500 kr. — Mér er kunnugt um, að þetta verð er alt of hátt, ef nokkur sanngirni á að ráða. Eg get því ekki verið með frumv. svona löguðu, þó eg hinsvegar verði að öllum líkindum með því, að hreppurinn fái jörðina keypta á sínum tíma. Það er sömuleiðis vafasamt, hvort hreppurinn hefði nokkurt verulegt gagn af jörðinni, þó hann fengi hana; mér er ekki kunnugt, hvernig ábúðarréttinum á jörðinni er hagað. Af þessum ástæðum vil eg leggja til, að 3ja manna nefnd verði kosin til að íhuga málið. Það gæti komið á dagskrá á morgun aftur, ef nefndin áliti rétt að láta það ganga fram.