22.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (772)

25. mál, vegamál

Kristinn Daníelsson:

Við eigum hér breytingartill. á þskj. 678, hv. sessunautur minn, 4. kgkj. og eg.

Með þessum lögum stendur til að úr lögum verði numin 55. gr. vegalaga, og þótti okkur það skerða nokkuð réttindi þau, sem hin minni kauptún hafa. Okkur þótti sanngjarnara og eðlilegra, að þau kauptúnin fengi að halda sýsluvegagjaldinu; þó með því skilyrði, sem breytingartillagan ber með sér; verji auk þess til vegarins annari eins upphæð og þau áttu að gjalda til sýsluvegasjóðsins. Sýslunefndin getur alt af ákveðið, hversu hátt vegagjaldið skuli vera. Skal eg svo ekki fara um þessa brtill. fleiri orðum að sinni, en vænti þess að hv. deild samþykki hana.