06.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (811)

139. mál, útrýming fjárkláðans

Jósef Björnsson:

Háttv. 6. kgk. sagði að reynslan hefði sýnt, að hægt væri auðveldlega að útrýma fjárkláða með einu baði. Það væru dýralæknar einir, sem annað segðu. Fjárræktarmenn segðu það ekki. En það er ekki fullkomlega rétt; eg hefi hérna fyrir framan mig dálítin pésa, á ensku, eftir tvo enska fjárræktarmenn, sem segja það gagnstæða, sem fullyrða það, að til útrýmingar þurfi 2 böð, og síðara baðið eigi ekki að fara fram fyr en eftir minst 15 daga (15—18 daga), til þess að vissa fáist fyrir, að ungviði, sem fram kemur úr eggjum eftir fyrra baðið, drepist, en fénu sé ekki misboðið. En eg vil taka það fram, að eg tel frv. ekki eins æskilega undirbúið og vera ætti. Eg verð að leggja mikla áherzlu á að þrifaböð sauðfjár séu gerð hverjum fjáreiganda að skyldu; það margborgar sig.