02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

147. mál, ölgerð og ölverslun

Forseti:

Þar sem hv. 1. kgk. þingm. hefir lýst yfir þeirri skoðun sinni, að frumvarp þetta ríði í bága við 51. gr. stjórnarskrárinnar, og geti því eigi komið til umræðu hér í deildinni, — og beint til mín kröfu um, að því verði vísað frá, — þá skal eg taka fram, að eg get ekki fallist á þessa skoðun hans né orðið við þessari kröfu hans, því að eg fæ ekki séð, að með þessu frumvarpi sé verið að leggja neinar óréttmætar hömlur eða bönd á atvinnufrelsi manna og jafnrétti til atvinnu. Álít eg því, að ekki geti komið til mála, að frv. fari í bága við 51. gr. stjórnarskrárinnar. Eg úrskurða því, að málið liggi fyrir til umræðu.