02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (828)

147. mál, ölgerð og ölverslun

Ráðherra (Kr. J.):

Spurningin, sem hér liggur fyrir, er sú, hvort frv. þetta komi ekki í bága við almennings heill, og það er þetta sem er punctum saliens í málinu, og eg fyrir mitt leyti verð algerlega að fallast á úrskurð hæstv. forseta, að frv. sé eigi svo vaxið, og að fyrir því sé eigi lögleg ástæða til að vísa málinu frá.