03.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (965)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Ráðherra (Kr. J.):

Þessi skýrsla háttv. þm. Barð. (B. J.) kemur að mestu heim við það, sem eg hefi áður tekið fram. En út af einu atriði hennar vil eg benda á bréf frá forsætisráðherranum, C. Th. Zahle, dagsett 17. jan. 1910. Þar segir svo:

»I Anledning af, at denne Anmærkning var udeladt paa det i Statsraadet d. 9. Juli 1909 til Allerhöjeste Stadfæstelse forelagte af Altinget vedtagne Forslag til Finanslov for 1910 og 1911 udviklede der sig en Forhandling mellem Konsejlpræsidenten og Ministeren for Island, under hvilken denne udtalte, at han havde isinde at böde paa denne Udeladelse ved Indbringelse af et Lovforslag«.

Hér segir Zahle í bréfinu berum orðum, að ráðherra Íslands hafi 9. júlí 1909 lýst því yfir, að hann ætlaði að bæta úr því, að athugasemdinni var slept úr fjárlögunum, með því að flytja lagafrumvarp í þinginu, auðvitað um ráðstöfun botnvörpusektanna og andvirðis upptæks afla og veiðarfæra. Bréfið er hér til sýnis hverjum er vill. Hér er ekki vikið einu orði að því, að málinu skuli frestað til næsta alþingis, en auðvitað gat hið umrædda lagafrumvarp, sem fyrverandi ráðherra hefir lofað að leggja fyrir þingið, eigi komið til umræðu fyr en á þessu þingi.