14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (1041)

65. mál, fátækralög

Jón Magnússon:

Eg hefi ekki beint því að læknum, að þeir gæfu röng vottorð, þó þeir legðu menn með kroniska sjúkdóma á sjúkrahús, því að vitaskuld eru mennirnir sjúkir, og það má til sanns vegar færa, að betra sé þeim á sjúkrahúsum en heima. Reyndar hefi eg séð vottorð frá læknum, sem eg tel mjög vafasöm, t. d. í fátækramálum um að ekki sé óhætt að flytja þurfamenn. Og sömuleiðis um það að nauðsynlegt sé að leggja menn á spítala, þó það hafi ekki verið svo. Eg álít ekki gott að taka burtu þetta takmark, sem hér um ræðir þó eg ekki þurfi að mæla á móti því vegna Reykjavíkur, því bærinn mundi áreiðanlega græða á því að frumvarpið næði fram að ganga.