14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í B-deild Alþingistíðinda. (1059)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Pétur Jónsson:

Eg vildi að eins segja orðfá orð. Mér er þetta ekkert kappsmál.

Viðvíkjandi nefndarál. frá því í fyrra skal eg geta þess, að þótt eg skrifaði undir það og gerði ekki ágreining, þá var eg þó ekki samþykkur hverju orði í því. Eg get kannast við það, að eg hafði ekki mikið á móti sölunni af því að þarna ætti að vera skóli eða aðrar opinberar stofnanir, en eg var á móti því, eins og nú, að þingið færi að selja jörðina, enda varð sú niðurstaðan, að það var ekki gert, og eins hitt, að væri ekki hægt að selja jörðina eftir kirkjujarðasölulögunum, þá ætti ekki að gera það.