13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

73. mál, almanök

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg álít það ekki mikla tryggingu fyrir ábyggilegu almanaki, að Þjóðvinafélagið gefi það út. Það getur verið gott nokkur ár, en það er engin trygging fyrir, að svo verði í framtíðinni. Aftur á móti er háskólanum bezt trúandi til að gera almanakið svo úr garði, að gott verði. Þetta almanak, sem Þjóðvinafélagið gefur út, er keypt af danska háskólanum og við það heft þarflegum ritgerðum. En það væri eins hægt eftir og áður, þótt skift væri um einkaleyfishafa.