15.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (1086)

76. mál, rithöfundaréttur og prentréttur

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg mintist á þetta mál lítið eitt við 1. umr. og vil eg nú aftur benda á, að þetta frumv. getur ekki óbreitt orðið að lögum, því að ekki er nóg að segja að ljósmyndir heyri undir rithöfundarétt og prentrétt, því ekki geta allar ljósmyndir heyrt undir þennan rétt, ekki þær myndir, sem teknar eru fyrir borgun. Hér þarf því eitthvert nánara ákvæði um það, hvaða ljósmyndir eigi að heyra undir þennan rétt.

Vil eg greiða atkvæði með því, að frumvarpið gangi til 3. umræðu í þeirri von að þetta verði lagfært.