13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

81. mál, bæjarstjórn í Reykjavík

Jóhannes Jóhannesson:

Það er misminni hjá hv. þm., að bæjarstjórinn í Hafnarfirði sé kosinn af bæjarbúum; hann er kosinn af bæjarstjórn en er hins vegar ekki atkvæðisbær í bæjarmálum, nema hann sé kjörinn bæjarfulltrúi. Þingið 1907, sem fjallaði um um þessi lög, mun þá hafa verið þeirrar skoðunar, að ekki væri heppilegt, að borgarar kysu borgarstjóra eða bæjarstjóra sjálfir óbundnum kosningum, og sama býst eg við að verði upp á teningnum hjá þessu þingi.