26.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 745 í B-deild Alþingistíðinda. (1187)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Frams.m. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Eg stend upp til að andmæla ræðu hv. 1. þm. G. K. (B. Kr.). Það voru í henni fullyrðingar, sem eg veit ekki hvaðan honum koma. Hann sagði að þessi hækkun stæði ekki nema um stundarsakir Það var orðið heyrinkunnugt hér þegar í vor, að steinolían mundi hækka í verði þótt fáir vildu trúa því þá, fyr en hækkunin skall á, og nú hefir enn verið sagt að til standi að hún hækki meira, og eg vil vita hvað hv. þm. hefir fyrir sér í því, að það geti ekki ræzt, eins og hitt, því að það þýðir ekki að slá fram tómum fullyrðingum. — Hann mintist á að kornvara hefði stundum hækkað skyndilega í verði, og hefði enginn brugðið sér við það. Já, en á henni er ekki einokun, og eg veit, að þegar hv. þm. gáir að sér, þá sér hann muninn á því, hvort orsakirnar til hækkunarinnar eru eðli legar, eða þær einar, að einokunarfélag hefir bundið kaupmenn samningum um að verzla ekki við aðra en sig, þótt varan fáist með eðlilegu verði hjá öðrum.

Eg hefði viljað óska að hæstv. ráðh. (H. H.) hefði gefið glöggvari svör, en hann gerði, og þótt virða megi þau á góðan veg, þá get eg hugsað að það bíti illa á ýmsa, að finna hvernig „andar nú handan“, hinn illa anda D. D.P. A. í persónu formans fél. hér, teygja höfuðið inn í þingsalinn úr sjálfu ráðherra-herberginu. Hann hefði átt að vera einhversstaðar annarsstaðar ef hann vildi vera hér nálægur.