26.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (1189)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Björn Kristjánsson:

Hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) brá mér um að fara með fullyrðingar, sem ekki mætti byggja á; og sagði að þessi hækkun á olíu væri alt annað en hækkun á kornvöru, sem væri almenn. En hann gætti þess ekki, að hækkunin á kornvörunni stafaði líka frá hveitihringunum í Ameríku, og þá datt þinginu ekki í hug að hreyfa hönd né fót til þess að stofna til einokunar.

Þar sem hæstv. ráðh. (H. H.) svaraði fyrirspurn um það, hvaða trygging væri fyrir því, að væntanlegt félag, sem fengi einkaréttinn, yrði innlent, þá líkaði mér vel það sem hann sagði, að hann gæti auðvitað ekki vitað hvaðan peningarnir korna, er slíkt félag kæmi til að hafa undir höndum. Það var ráðvandlega og rétt svarað, og það liggur í því, að hér á að leita til almenns félags, í staðinn fyrir að láta sýslunefndir, bæjarstjórnir, sjóði og banka leggja féð fram, því þá er hægt að vita hvaðan peningarnir koma, og er aðalatriðið. í því formi hefði frv. átt að vera.

Nú veit eg ekki betur, en að sum fyrirtæki séu kölluð innlend, þótt þau séu blátt áfram dönsk, og það gæti D. D. P. A. látið kalla sig líka; enginn munur gerður hér á innlendum og dönskum verzlunum. Þótt það þætti fjarstæða, þegar eg lagði það til, að láta Landsbankann bindast fyrir þessu, ef til þess kæmi, þá vil eg nú benda mönnum á að hugsa vel þá uppástungu til næsta þings.