22.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

35. mál, eftirlit með síldveiðum

Lárus H. Bjarnason:

Eg mundi ekki hafa beðið mér hljóðs ef eg hefði vitað, að hæstv. ráðherra mundi biðja um orðið, enda skildi eg hann svo, sem hann æt laði ekki að taka til máls.

Eg get þess, út af orðum hins háttv. þm. Dal. (B. J.), að fleira er á að líta í þessu máli en lög vor Íslendinga einna. Vér verðum í öllum viðskiftum vorum við útlendinga að gæta réttar þeirra, þjóðréttarins svokallaða, svo sem vér nýlega höfum verið mintir á svo eftirminnilega — í kolamálinu sæla.

Og nú með því að tillagan er engan veginn ljós, en efnið viðkvæmt, þá þykir mér sem háttv. þm. (B. J.) ástæða til þess, að málinu sé frestað, þótt af öðrum ástæðum sé en hann taldi; tel jafnvel réttast, að vísa tillögunni til rannsóknar í nefnd.