27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í B-deild Alþingistíðinda. (1200)

35. mál, eftirlit með síldveiðum

Framsögum. (Guðlaugur Guðmundsson); Eg finn ekki ástæðu til þess að ræða þetta mál frekar en búið er, heldur vísa til þess, sem eg hefi áður um það sagt og svo til nefndarálitsins.

Um breyt.till. á þgskj. 77 er það að segja, að nefndin treystir sér eigi til að leggja með því, að hún verði samþykt, en ástæður fyrir tillögum hennar býst eg við að muni koma fram frá hæstv. ráðh (H. H.). Skal eg svo ekki fjölyrða um þetta, en óska einungis, að háttv. deild vilji fallast á tillögu nefndarinnar. Ef það er gert, þá er von um góðan árangur.