26.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í B-deild Alþingistíðinda. (1213)

34. mál, eyðing refa

Tryggvi Bjarnason:

Ekki get eg fallist á það, að verið sé að leggja þunga byrði á landsstjórnina, þótt þessi tillaga sé samþykt. Stjórnarráðið leitar sjálfsagt til hlutaðeigandi sveitarstjórna og aflar hjá þeim skýrslnanna og þær senda, svo að það mundi ekki verða mikið verk að safna skýrslunum. En þótt skeggrætt sé fram og aftur um eyðing refanna, býst eg við að þeir eigi jafnlangt líf fyrir höndum. En eg hefl ekkert á móti því, að reynt sé að afla skýrslna um þetta efni, því að sumir menn halda því fram, að hægt sé að útrýma refunum, enda hefir það tekist á sumum stöðum, þótt þeir raunar oft hafi komið aftur, af því ekki hefir tekist að útrýma þeim af öðrum sviðum.

Eg hefi ekkert á móti því að afgreiða till., hún kann að vekja menn til umhugsunar um máið, og tel engin vandkvæði á því vegna stjórnarinnar. Og víst er um það, að þótt mikið fé kostaði eyðingin, þá borgaði það sig þó, ef tækist. Mér er það kunnugt, að víða er höfð fljótaskrift á eyðingu refa, enda afréttir víða víðlendar og kostnaðarsamt að halda uppi grenjaleitum.

Eg mun greiða tillögunni atkv., þar sem hún væntanlega mun vekja menn til ítarlegri umhugsunar um málið.