01.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 809 í B-deild Alþingistíðinda. (1246)

55. mál, símalína frá Ísafirði til Patreksfjarðar

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg vil ekki leggja á móti því, að málinu sé vísað til símanefndarinnar, því að það getur ekki skaðað; en óþarft tel eg það.

Háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) sagði. að hér væri um eftirgjöf að ræða, en því mótmæli eg. Þetta er endurborgun.

Háttv. þm. Dal. (B. J.) var ekki ljóst, hvers vegna farið væri fram á þessa tillögu. Hinn háttv. flutningsm. (M. Ó.) skýrði þó frá því, að síminn hefði í fyrstu verið áætlaður mundu kosta 100 þús. kr., og sýslunni þá gert að leggja 1/5 eða 20 þús. kr. Nú reyndist svo, að að síminn kostaði að eins 75 þús. kr., en sýslan hafði þá goldið 20 þús. kr. Þetta gjald er þá greitt „under urigtige Forudsætninger“, eins og Danir kalla, en verður þó ekki endurgreitt, nema heimild komi til á fjárlögum.