21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 833 í B-deild Alþingistíðinda. (1270)

85. mál, strandferðanefnd til að athuga strandferðirnar og Thore-samninginn

Ráðherrann (H. H.):

Það væri eingan veginn einhlýtt fyrir stjórnina til þess að kaupa strandferðaskipin Austra og Vestra að þessi þingsál.till. yrði samþykt. Til þess þyrfti lög. Að öðru leyti er eg þakklátur hv. frams.m. meiri hl. (G. G.) og nefndinni fyrir þau ummæli, að það verði ekki talið neitt brot, að stjórnin breyti samningunum við Sameinaða félagið í þeim atriðum, sem áður hafa tilgreind verið af mér og háttv. framsögumanni og hafi óbundnar hendur til nýrra samninga um næsta ár. —