21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 834 í B-deild Alþingistíðinda. (1271)

85. mál, strandferðanefnd til að athuga strandferðirnar og Thore-samninginn

Björn Kristjánsson:

Samkvæmt brtill. á þskj. 258, er stjórninni ætlað að verja að eins 40 þús. kr. til strandferðanna árlega. Það gæti farið svo, að stjórninni veitti örðugt að útvega strandferðir fyrir þetta fé, og væri það illa farið. Því er réttast að samþykkja brtill. á þskj. 286, svo stjórnin hafi nægt fé til umráða til þess einnig að halda uppi samgöngunum fyrir suðurströndinni.