20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (1288)

90. mál, búnaðarfélög

Flutn.m. (Matth. Ólafsson):

Hr. forseti! Tilefni til þess að till. þessi kemur fram er það, að á aðalfundi Búnaðarsambands Vesturlands var þess farið á leit við þingmann kjördæmisins, að skora á stjórnina að leggja minna í dagsverk á Vesturlandi, vegna þess hversu erfitt er að vinna þar. Þar er t. d. harðara grjót í jörðu en á Suðurlandi, og er því ekki hægt að vinna eins mikið verk þar á einum degi, en þó er lagt jafnmikið í dagsverk þar. Það ætti að fara eftir virkilega sönnum dagsverkum, en ekki hversu miklu einn maður fær áorkað.

Eg vænti að deildin sjái hversu sanngjarnt mál þetta er, og lofi því að ganga fram.