20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 851 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

90. mál, búnaðarfélög

Flutn.m. (Matthías Ólafsson):

Herra forseti! Hv. síðasti ræðumaður veit það, að alt sem eg sagði er satt og rétt. (Sigurður Sigurðsson: Já.) Það rugl, sem hann sagði að þetta mundi valda, gæti ekki vaxið honum svo mjög í augum, af því að alt til þessa hefir hann ekki verið vanur að hallast á þá sveifina að spara yfirvöldunum ómak. Að öðru leyti er hann ekki einn til frásagnar um hægð eða erfiðleika á jarðarbótum á Melrakkasléttu, af því að þar mun hann aldrei hafa stungið spaða í jörðu, og get eg því ekki lagt mikið upp úr þessu, og eg vona að hv. deild ekki taki til greina það litla sem hann lagði á móti þingsályktunartill. okkar.