20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 852 í B-deild Alþingistíðinda. (1293)

90. mál, búnaðarfélög

Stefán Stefánsson:

Að eins örfá orð. Eg vildi að eins leyfa mér að lýsa þeirri skoðun minni, að verði þessi tillaga samþ., þá verður enn meiri óánægja og misrétti en verið hefir með mælingar á jarðabótum, því að ef á að fara að leggja minna í dagsverk á Vestfjörðum en annarsstaðar á landinu, þá má ganga að því vísu að ýms héruð komi á eftir, og krefjast hins sama; eg gæti t. d. nefnt þrjú fjögur bygðarlög í Eyjafjarðarsýslu, sem eru engu betur sett en Vestfirðir að þessu leyti, en það er ekki einasta að einstök héruð séu ólík að þessu leyti, heldur eru það líka einstakar jarðir í sömu sveit. Sem sagt, er rétt óhugsandi að fara að leggja minna í dagsverkin í einu héraði en öðru, ástandið er svo afarmismunandi, jafnvel innan einstakra héraða. að þessi tillaga þingmannanna mundi valda jafnvel enn tilfinnanlegra misrétti en er, og þá auðvitað stöðugum umkvörtunum.